Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
   lau 31. janúar 2026 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen vann tíu Frankfurt-menn - Hoffenheim á svakalegu skriði
Hoffenheim er að gera frábæra hluti í Þýskalandi
Hoffenheim er að gera frábæra hluti í Þýskalandi
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen vann góðan sigur á Frankfurt
Bayer Leverkusen vann góðan sigur á Frankfurt
Mynd: EPA
Hoffenheim, lið Lúkasar Peterssonar, er á rosalegu skriði í þýsku deildinni en það vann Union Berlín, 3-1, á heimavelli í dag sem var þeirra sjötti sigur í síðustu sjö leikjum.

Króatinn Andrej Kramaric skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum og aðeins með nokkurra mínútna millibili. Fyrra markið gerði hann úr vítaspyrnu á 42. mínútu og seinna með skalla eftir fyrirgjöf Bazoumana Toure.

Diogo Leite, varnarmaður Union, setti boltann í eigið net snemma í síðari hálfleik og staðan erfið fyrir Union sem tókst þó að minnka muninn rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok með marki Rani Khedira, sem er yngri bróðir Sami Khedira sem gerði garðinn frægan hjá Stuttgart, Real Madrid og Juventus, og vann einnig HM með Þýskalandi árið 2014.

Sigur Hoffenheim var sá fimmti í röð og sjötti í síðustu sex leikjum en liðið er í 3. sæti með 42 stig, jafnmörg og Borussia Dortmund sem er í öðru sæti. Union er í 9. sæti með 24 stig.

RB Leipzig tapaði fyrir Mainz, 2-1, á meðan Bayer Leverkusen vann tíu leikmenn Eintracht Frankfurt 3-1. Leverkusen er í 6. sæti með 35 stig, Leipzig í 4. sæti með 36 stig og Frankfurt í 8. sæti með 27 stig.

Werder 1 - 1 Borussia M.
0-1 Haris Tabakovic ('61 )
1-1 Keke Topp ('90 )

Hoffenheim 3 - 1 Union Berlin
1-0 Andrej Kramaric ('42 , víti)
2-0 Andrej Kramaric ('45 )
3-0 Diogo Leite ('47 , sjálfsmark)
3-1 Rani Khedira ('68 )

Augsburg 2 - 1 St. Pauli
0-1 Danel Sinani ('32 , víti)
1-1 Michael Gregoritsch ('41 )
2-1 Michael Gregoritsch ('59 )

RB Leipzig 1 - 2 Mainz
1-0 Conrad Harder ('40 )
1-1 Nadiem Amiri ('45 , víti)
1-2 Silas ('49 )

Eintracht Frankfurt 1 - 3 Bayer
0-1 Arthur ('26 )
0-2 Malik Tillman ('33 )
1-2 Robin Koch ('50 )
1-3 Aleix Garcia ('90 )
Rautt spjald: Ellyes Skhiri, Eintracht Frankfurt ('71)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 20 16 3 1 74 18 +56 51
2 Dortmund 19 12 6 1 38 17 +21 42
3 Hoffenheim 20 13 3 4 43 23 +20 42
4 RB Leipzig 20 11 3 6 38 27 +11 36
5 Stuttgart 19 11 3 5 36 26 +10 36
6 Leverkusen 19 11 2 6 38 26 +12 35
7 Freiburg 19 7 6 6 31 32 -1 27
8 Frankfurt 20 7 6 7 40 45 -5 27
9 Union Berlin 20 6 6 8 25 33 -8 24
10 Köln 20 6 5 9 29 32 -3 23
11 Augsburg 20 6 4 10 24 37 -13 22
12 Gladbach 20 5 6 9 24 33 -9 21
13 Hamburger 19 4 7 8 19 29 -10 19
14 Wolfsburg 20 5 4 11 28 42 -14 19
15 Werder 20 4 7 9 22 38 -16 19
16 Mainz 20 4 6 10 23 33 -10 18
17 St. Pauli 20 3 5 12 18 34 -16 14
18 Heidenheim 19 3 4 12 17 42 -25 13
Athugasemdir
banner