Arsenal lenti í áfalli rétt fyrir leik liðsins gegn Leeds á útivelli í úrvalsdeildinni í dag.
Bukayo Saka átti að byrja leikinn en meiddist í upphitun og getur því ekki tekið þátt í leiknum. Hann meiddist á nára.
Bukayo Saka átti að byrja leikinn en meiddist í upphitun og getur því ekki tekið þátt í leiknum. Hann meiddist á nára.
Noni Madueke kom inn í byrjunarliði í hans stað og Christian Norgaard tók sæti Madueke á bekknum. Þegar þetta er skrifað er staðan enn markalaus eftir rúmlega tíu mínútur.
Saka hefur komið við sögu í 31 leik á tímabilinu og skorað sjö mörk og lagt upp sjö. Það eru góðar fréttir fyrir Arsenal að Kai Havertz er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í heilt ár eftir meiðsli.
Athugasemdir





