Hull City er búið að krækja í tvo öfluga lánsmenn á lokadögum janúargluggans.
Miðjumaðurinn Toby Collyer, sem varði fyrri hluta tímabilsins á láni hjá West Brom, er kominn úr röðum Manchester United.
Hann átti erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabils og hefur verið að glíma við meiðsli, en reynir nú fyrir sér með Hull sem er í fjórða sæti í Championship deildinni og berst um að komast upp í deild þeirra bestu.
Collyer er 22 ára og hefur komið við sögu í 13 keppnisleikjum með Man Utd. Hann lék 12 leiki fyrir yngri landslið Englands.
Kantmaðurinn Lewis Koumas, sem var hjá Birmingham á fyrri hluta tímabils, er kominn úr röðum Liverpool.
Koumas skoraði 1 mark í 23 deildarleikjum með Birmingham en hann er 20 ára gamall og með 9 A-landsleiki að baki fyrir Wales.
We are delighted to welcome Toby Collyer and Lewis Koumas from Manchester United and Liverpool respectively! ????#hcafc
— Hull City (@HullCity) January 30, 2026
Athugasemdir


