Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 14:16
Elvar Geir Magnússon
Guardiola hélt ræðu í Barcelona til stuðnings palestínskum börnum
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Pep Guardiola var ekki á fréttamannafundi Manchester City í dag en gefið var upp að hann væri ekki á fundinum af persónulegum ástæðum.

Aðstoðarmaður hans, Pep Lijnders, var á fundinum í hans stað en í gær hélt Guardiola ræðu á viðburði til stuðnings palestínskum börnum sem fram fór í hans heimaborg Barcelona.

„Það er allt gott að frétta af stjóranum, hann er fullur af metnaði og ástríðu en þurfti að sinna persónulegum málum. Hann kemur aftur til Manchester seinna í dag," sagði Lijnders um fjarveru Guardiola.

Það er frídagur hjá leikmönnum Barcelona en Guardiola stýrir æfingu á morgun áður en liðið heldur til London þar sem leikið verður gegn Tottenham á sunnudaginn.

Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Guardiola missir af fréttamannafundi.

Í ræðu sinni í Barcelona í gær var Guardiola klæddur að palestínskum sið og sagði að heimsbyggðin hefði skilið palestínsk börn eftir ein og yfirgefin.


Athugasemdir
banner
banner