Pep Guardiola var ekki á fréttamannafundi Manchester City í dag en gefið var upp að hann væri ekki á fundinum af persónulegum ástæðum.
Aðstoðarmaður hans, Pep Lijnders, var á fundinum í hans stað en í gær hélt Guardiola ræðu á viðburði til stuðnings palestínskum börnum sem fram fór í hans heimaborg Barcelona.
„Það er allt gott að frétta af stjóranum, hann er fullur af metnaði og ástríðu en þurfti að sinna persónulegum málum. Hann kemur aftur til Manchester seinna í dag," sagði Lijnders um fjarveru Guardiola.
Það er frídagur hjá leikmönnum Barcelona en Guardiola stýrir æfingu á morgun áður en liðið heldur til London þar sem leikið verður gegn Tottenham á sunnudaginn.
Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Guardiola missir af fréttamannafundi.
Í ræðu sinni í Barcelona í gær var Guardiola klæddur að palestínskum sið og sagði að heimsbyggðin hefði skilið palestínsk börn eftir ein og yfirgefin.
Aðstoðarmaður hans, Pep Lijnders, var á fundinum í hans stað en í gær hélt Guardiola ræðu á viðburði til stuðnings palestínskum börnum sem fram fór í hans heimaborg Barcelona.
„Það er allt gott að frétta af stjóranum, hann er fullur af metnaði og ástríðu en þurfti að sinna persónulegum málum. Hann kemur aftur til Manchester seinna í dag," sagði Lijnders um fjarveru Guardiola.
Það er frídagur hjá leikmönnum Barcelona en Guardiola stýrir æfingu á morgun áður en liðið heldur til London þar sem leikið verður gegn Tottenham á sunnudaginn.
Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Guardiola missir af fréttamannafundi.
Í ræðu sinni í Barcelona í gær var Guardiola klæddur að palestínskum sið og sagði að heimsbyggðin hefði skilið palestínsk börn eftir ein og yfirgefin.
Pep Guardiola speaking for the children of Gaza during the ‘ACT X PALESTINE’ charity event in Barcelona: “Good evening, Salem Aleykoum!
— City Report (@cityreport_) January 29, 2026
I seen a child recording himself, pleading ‘where is my mother?’ among the rubble, and he still doesn’t know [what’s happened to his mother].… pic.twitter.com/uSua4j6231
Athugasemdir




