Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 12:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oscar Bobb til Fulham (Staðfest) - City setur varnagla
Mynd: EPA
Fulham hefur gengið frá kaupum á norska leikmanninum Oscar Bobb frá Manchester City. Fulham greiðir 27 milljónir punda fyrir Bobb sem gerir fimm og hálfs árs samning.

Hluti af samkomulaginu milli félaganna er að Cityfái 20% af næstu sölu á Bobb og þegar Fulham samþykkir tilboð frá öðru félagi þá geti City jafnað það tilboð.

Bobb, sem er 22 ára, getur bæði spilað miðsvæðis og á kantinum. Hann var mjög heitur komandi inn í tímabilið 2024/25 en meiddist illa og hefur ekki náð að tengja saman marga leiki með City frá þeim meiðslum.

„Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað. Ég hef átt mjög góðan dag að hitta alla og er mjög spenntur."

„Ég hef alltaf vitað að Fulham er gott félag, með góðum leikmönnum og frábærum leikvangi. Ég ræddi við Sander (Berge), góðvin minn, og ég ræddi við stjórann, og hann sagði mér hvernig leikkerfið væri, hvernig strákarnir væru og hvernig félagið er. Stjórinn kom mjög vel fyrir svo þetta var auðveld ákvörðun,"
segir Bobb.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner