Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Frá Íslandi til Níkaragva
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Renato Punyed er að gera samning við CD Walter Ferretti sem leikur í efstu deild í Níkaragva í mið-Ameríku.

Renato er fæddur í El Salvador en hefur spilað sjö landsleiki fyrir Níkaragva. Hann er 30 ára gamall og flytur til Níkaragva eftir að hafa leikið fyrir ÍBV, Ægi og ÍR hér á landi.

Stóri bróðir hans Pablo, leikmaður Hauka, hefur búið á Íslandi í næstum 15 ár og hefur leikið fyrir landslið El Salvador.

Renato skoraði 4 mörk í 14 leikjum með ÍR í Lengjudeildinni í fyrra.



Athugasemdir
banner