Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
banner
   lau 31. janúar 2026 17:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Arsenal með öruggan sigur á Leeds - Dramatík í Brighton
Viktor Gyökeres og Noni Madueke
Viktor Gyökeres og Noni Madueke
Mynd: EPA
Beto skoraði í dramatík
Beto skoraði í dramatík
Mynd: EPA
Arsenal er með sjö stiga forystu á Man City og Aston Villa á toppnum eftir öruggan sigur gegn Leeds í dag. Man City og Aston Villa eiga leik til góða á morgun.

Arsenal var með góð tök á leiknum og komst yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Martin Zubimendi skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Noni Madueke.

Madueke kom inn í byrjunarliðið skömmu fyrir leik eftir að Bukayo Saka meiddist í upphitun.

Madueke var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar. Hann tók hornspyrnu og Karl Darlow í marki Leeds ætlaði að kýla boltann í burtu en það fór ekki betur en svo að boltinn hafnaði í netinu.

Gabriel Martinelli kom inn á sem varamaður fyrir Madueke eftir klukkutíma leik og hann lagði upp þriðja mark liðsins á Viktor Gyökeres. Sænski framherjinn var tekinn af velli stuttu síðar fyrir Gabriel Jesus sem kom sterkur inn og innsiglaði sigurinn.

Wolves virtist vera fá draumabyrjun gegn Bournemouth þegar Matheus Mane skoraði með skalla en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum.

Eli Junior Kroupi kom Bournemouth yfir eftir rúmlega hálftíma leik með glæsilegu marki. Hann fékk boltann við vítateiginn og tók fast skot með boltann á lofti og hann söng í netinu.

Hinn 19 ára gamli Rayan, sem gekk til liðs við Bournemouth frá Vasco Da Gama á dögunum, kom inn á og lagði upp mark á Alex Scott sem innsiglaði þar með sigur Bournemouth.

Jörgen Strand Larsen kom inn á sem varamaður hjá Wolves en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Hann var líklega að spila sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem hann er líklega á leið til Crystal Palace.

Það leit út fyrir að Pascal Gross yrði hetja Brighton gegn Everton. Yasin Ayari átti fyrirgjöf og Charalampos Kostoulas lét boltann fara í gegnum klofið á sér og Gross mætti inn á teiginn og skoraði með góðu skoti.

Í blálokin náði Everton hins vegar að jafna metin. Jake O'Brien átti skot sem Bart Verbruggen varði út í teiginn og Beto var ákveðinn og var fyrstur í boltann og skoraði örugglega.

Brighton 1 - 1 Everton
1-0 Pascal Gross ('73 )
1-1 Beto ('90 )

Wolves 0 - 2 Bournemouth
0-1 Eli Kroupi ('33 )
0-2 Alex Scott ('90 )

Leeds 0 - 4 Arsenal
0-1 Martin Zubimendi ('27 )
0-2 Karl Darlow ('38 , sjálfsmark)
0-3 Viktor Gyokeres ('69 )
0-4 Gabriel Jesus ('86 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 24 16 5 3 46 17 +29 53
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Everton 24 9 7 8 26 27 -1 34
9 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
10 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Bournemouth 24 8 9 7 40 43 -3 33
13 Brighton 24 7 10 7 34 32 +2 31
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 24 6 8 10 31 42 -11 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 24 1 5 18 15 45 -30 8
Athugasemdir
banner
banner