Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   lau 31. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir fær lánsmann frá Keflavík (Staðfest)
Mynd: Keflavík
Víðir Garði var að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi sumar með lánsmanni frá Keflavík.

Sá heitir Nadir Simon Moukhliss og er nítján ára gamall. Hann hefur verið gríðarlega öflugur upp yngriflokkastarfið í Keflavík og skoraði 23 mörk í 23 leikjum á Íslandsmótinu með 2. flokki í fyrra.

Garðsmenn leika í 3. deildinni næstkomandi sumar eftir að hafa fallið úr 2. deild síðasta haust.

„Hér er virkilega efnilegur leikmaður á ferð og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til félagsins," segir í færslu frá Víði.


Athugasemdir
banner
banner