Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe: Hef tvisvar reynt að kaupa Ekitike
Ekitike hefur verið öflugur fyrir Liverpool.
Ekitike hefur verið öflugur fyrir Liverpool.
Mynd: EPA
Isak vann enska deildabikarinn með Newcastle á síðasta tímabili.
Isak vann enska deildabikarinn með Newcastle á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, viðurkennir að félagið sé ennþá að aðlagast eftir að Alexander Isak fór til Liverpool í sumar. Liverpool greiddi 130 milljónir punda fyrir sænska framherjann en Newcastle vildi alls ekki missa hann og þurfti Isak að setja mikla pressu á félagið svo skiptin færu í gegn. Isak fór í verkfall og á endanum gaf Newcastle sig.

69 milljónir punda fóru í kaup á Nick Woltemade og Yoane Wissa kostaði 55 milljónir punda. Newcastle og Liverpool mætast á Anfield á morgun og Howe sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

„Það voru forrétindi að vera með Alex í hópnum þessi ár sem hann var hér. Ég elskaði að hafa hann hér. Hann var framúrskarandi leikmaður fyrir okkur. Þegar sá leikmaður er tekinn úr liðinu, þá breystist dýnamíkin, það segir sig sjálft. Þá þarftu að finna mann eða menn sem geta hjálpað liðinu að tikka. Við erum enn á þeim stað, höfum verið þar allt tímabilið. Mér finnst leikmennirnir sem hafa komið hafa unnið gott starf. En við erum enn að vinna í því að fá það besta úr nýju leikmönnunum. Nýju leikmennirnir fengu ekki mikinn tíma til að æfa með okkur. Við höfum reynt að hjálpa þeim með myndbandsgreiningum, en það er ekki það sama og að taka undirbúningstímabil með liði," segir Howe.

Hann var svo spurður út í Hugo Ekitike sem var sterklega orðaður við Newcastle áður en Liverpool keypti hann síðasta sumar.

„Hann er mjög, mjög góður leikmaður. Ég held það sé mjög þekkt að ég hef verið hrifinn af houm í nokkur ár - ég hef tvisvar reynt að fá hann."

„Hann er með sitthvað af öllu í sínum leik. Hann hreyfir sig mjög vel, getur skorað með báðum fótum, góður í loftinu og er mjög góður í því að hlaupa með boltann. Hann er mikið hæfileikabúnt,"
sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner