Sóknarmaðurinn Evann Guessand hefur verið tilkynntur sem nýr leikmaður Crystal Palace.
Hann kemur á lánssamningi frá Aston Villa sem gildir út tímabilið og fylgir árangurstengd kaupskylda. Ef Guessand spilar nægilega marga leiki fyrir Palace þá virkjast ákvæðið og verður leikmaðurinn keyptur fyrir 28 milljónir punda.
Guessand er 24 ára gamall og var keyptur til Aston Villa í fyrrasumar fyrir 30 milljónir punda en fann ekki taktinn með liðinu.
Koma Guessand gæti liðkað fyrir sölu á Jean-Philippe Mateta sem er afar eftirsóttur þessa dagana. Ólíklegt er þó að Palace selji hann nema að Jörgen Strand Larsen verði keyptur inn úr röðum Wolves.
30.01.2026 18:57
Guessand er lentur í London
No more guessing. pic.twitter.com/uGudy4Fz2O
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) January 30, 2026
Athugasemdir






