Roberto De Zerbi þjálfari Marseille segir að starf sitt sé ekki í hættu eftir að hafa fundað með stjórnendum félagsins.
Hávær orðrómur var uppi um að De Zerbi gæti verið rekinn frá félaginu þegar hann var ekki mættur tímanlega á æfingasvæðið í gær. Hann var að funda með stjórnendum en sá fundur virðist hafa gengið vel hjá Ítalanum.
29.01.2026 18:30
Starfið hjá De Zerbi í hættu eftir dramatíkina í gær
Fundurinn var haldinn sem neyðarfundur eftir að Marseille var slegið úr leik í Meistaradeild Evrópu á útivelli gegn Club Brugge í Belgíu degi fyrr. Frakkarnir töpuðu óvænt 3-0.
„Ég verð áfram hjá Olympique Marseille. Ég er nægilega sterkur til að vera hérna áfram í fimm eða sex ár til viðbótar," sagði De Zerbi við fréttamenn í dag.
„Leikmennirnir standa með mér."
Marseille er í þriðja sæti frönsku deildarinnar með 38 stig eftir 19 umferðir, sjö stigum á eftir Paris Saint-Germain.
Athugasemdir





