Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Hilmir byrjaði í sigri - Kristian kom inn af bekknum
Mynd: Aðsend
Mynd: EPA
Það var mikið af æfingaleikjum sem fóru fram á Norðurlöndunum í dag þar sem Íslendingalið mættu til leiks.

Hinn eftirsótti Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Viking sem höfðu betur gegn Sandnes Ulf.

Ólafur Guðmundsson var í byrjunarliði Aalesund sem lagði Kristiansund að velli í Íslendingaslag gegn Júlíusi Mar Júlíussyni og félögum í Kristianstad.

Álasund vann leikinn 1-0 og byrjaði Davíð Snær Jóhannsson á bekknum í sigurliðinu.

Viðar Ari Jónsson var þá í byrjunarliði Ham-Kam sem tapaði gegn Lilleström á meðan Hinrik Harðarson byrjaði í þægilegum sigri Odd.

Að lokum kom Kristian Nökkvi Hlynsson inn af bekknum í efstu deild hollenska boltans þar sem Twente gerði 2-2 jafntefli við NAC Breda.

Twente er í áttunda sæti með 31 stig eftir 21 umferð. Liðið er að berjast um evrópusæti.

Sandnes Ulf 0 - 2 Viking

Aalesund 1 - 0 Kristiansund

Lilleström 1 - 0 HamKam

Odd 3 - 0 Jerv

Norrköping 1 - 0 Nordic United

Sönderjyske 3 - 3 AaB

Hobro 0 - 2 Horsens

Sandefjord 2 - 0 Bryne

Tychy 3 - 1 Zaglebie Sosnowiec

Tychy 2 - 0 Povazska Bystrica

Athugasemdir