Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Curtis Jones, Joshua Zirkzee, Eduardo Camavinga, Lisandro Martínez, Karim Benzema og fleiri koma við sögu.
Inter Milan er í viðræðum við Liverpool um að fá enska miðjumanninn Curtis Jones, 25, á láni með kaupmöguleika. (Fabrizio Romano)
Arsenal gæti boðið að fá Atletico Madrid Brasilíumennina Gabriel Jesus, 28 og Gabriel Martinelli, 24, fyrir argentínska framherjann Julian Alvarez, 25. (Teamtalk)
Arsenal er einnig nálægt því að selja varnarmanninn Oleksandr Zinchenko til Ajax. Þessi 29 ára gamli úkraínski landsliðsmaður gekk til liðs við Nottingham Forest á láni síðasta sumar en hefur aðeins byrjað fjóra leiki í úrvalsdeildinni. (Athletic)
Á sama tíma er Nottingham Forest að kanna möguleika á að fá þýska markvörðinn Stefan Ortega, 33 ára, frá Manchester City, til liðs við sig en samningur hans rennur út í sumar. (Florian Plettenberg - Sky Þýskaland)
Dwight McNeil, 26, er annar möguleiki fyrir Nottingham Forest en Everton á í vandræðum með að finna arftaka hans sem gæti gert skiptin flókin. (Sky Sports)
Hollenski framherjinn Joshua Zirkzee, 24, vill vera áfram hjá Man Utd út tímabilið en hann hefur oft verið orðaður við endurkomu til Ítalíu en Roma hefur áhuga. (Sun)
Argentínski miðvörðurinn Lautaro Rivero hjá River Plate er undir smásjá Man City, Man Utd, Tottenham, Atletico, Juventus og Strasbourg. Þessi 22 ára gamli leikmaður er sagður vera með 86 milljón punda riftunarákvæði í samningnum. (El Crack Deportivo)
Real Madrid er tilbúið að selja franska miðjumanninn Eduardo Camavinga en Arsenal og Liverpool hafa áhuga á þessum 23 ára gamla leikmanni. (Fichajes)
Aston Villa hefur fengið lánstilboð frá Hoffenheim í hinn tvítuga Rory Wilson. (Sky Sports)
Wolves hefur áhuga á Che Adams, 29, leikmanni Torino. (Talksport)
Karim Benzema íhugar að fara aftur til Evrópu eða finna lið í MLS deildinni eftir að viðræður um nýjan samning í Sadí-Arabíu sigldu í strand. Samningur þessa 38 ára gamla fyrrum leikmanns Real Madrid og franska landsliðsins rennur út hjá Al-Ittihad í júní. (ESPN)
Man City íhugar að kalla norskamiðjumanninn Sverre Nypan, 19, til baka úr láni frá Middlesbrough. (Manchester Evening News)
Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martínez, 28, varnarmann Man Utd, í sumar. (Fichajes)
Athugasemdir



