Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   lau 31. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Erfiðir leikir fyrir Arsenal og Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Topplið Arsenal heimsækir Leeds United í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal er án sigurs síðustu þrjá leiki í röð og þarf á sigri að halda í titilbaráttunni. Nýliðar Leeds hafa verið á góðu skriði og eru aðeins búnir að tapa einum leik síðan í byrjun desember. Þetta verður því erfiður útileikur fyrir Arsenal.

Á sama tíma spilar Brighton við Everton á meðan botnlið Wolves fær Bournemouth í heimsókn.

Chelsea mætir svo West Ham í Lundúnaslag og eru bæði lið búin að vinna síðustu tvo deildarleiki í röð.

Englandsmeistarar Liverpool taka á móti deildabikarmeisturum Newcastle í lokaleik dagsins. Leikir liðanna í fyrra voru gríðarlega spennandi þar sem Newcastle hafði betur í úrslitaleik deildabikarsins áður en Liverpool vann úrvalsdeildarleik á St. James' Park í ágúst með dramatísku sigurmarki frá táningnum Rio Ngumoha á 100. mínútu.

Það má búast við mikilli skemmtun í dag og í kvöld þegar leikmenn stíga til vallar í bestu deild í heimi.

Leikir dagsins
15:00 Brighton - Everton
15:00 Wolves - Bournemouth
15:00 Leeds - Arsenal
17:30 Chelsea - West Ham
20:00 Liverpool - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner