Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 13:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Vignir í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Vignir Pétursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu en hann kemur á frjálsri sölu frá Selfossi þar sem samningur hans við uppeldisfélagið rann út eftir síðasta tímabilið. Fótbolti.net sagði frá því í gær að Jón Vignir væri á leið til Aftureldingar.

Jón er 22 ára gamall en hann hefur á ferli sínum spilað á miðjunni og sem miðvörður. Hann hefur verið lykilmaður hjá Selfossi síðustu tímabil og verið fyrirliði liðsins frá árinu 2023. Hann er fæddur árið 2003, á að baki sex tímabil í meistaraflokki og hefur alls spilað ríflega 150 leiki fyrir félagið. Hann meiddist illa í júlí í fyrra og er að komast af stað aftur.

„Tilfinningin er mjög góð að vera orðinn leikmaður Aftureldingar og ég er spenntur að byrja. Spennandi verkefni í gangi sem ég er klár í að taka þátt í og ná markmiðum félagsins sem kynnt voru fyrir mér,” sagði Jón Vignir eftir undirskrift hjá Aftureldingu.

Í tilkynningu Selfoss kveður Jón Vignir uppeldisfélagið.

„Mig langar að þakka öllum þeim leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum, stuðningsfólki og öðrum Selfyssingum fyrir tímann, mér þykir afskaplega vænt um hann. Ég kveð að sinni með hlýju í hjarta en þessi tími hefur verið ógleymanlegur. Það er erfitt að kveðja en við sjáumst síðar, áfram Selfoss," segir Jón Vignir.

Afturelding féll úr Bestu deildinni í fyrra og Selfoss féll úr Lengjudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner