Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   lau 31. janúar 2026 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neituðu að hleypa Perisic til Inter
Perisic kom að 105 mörkum í 254 leikjum á sex árum hjá Inter, en hann hefur meðal annars leikið fyrir FC Bayern, Borussia Dortmund og Tottenham á ferlinum.
Perisic kom að 105 mörkum í 254 leikjum á sex árum hjá Inter, en hann hefur meðal annars leikið fyrir FC Bayern, Borussia Dortmund og Tottenham á ferlinum.
Mynd: EPA
Króatinn þaulreyndi Ivan Perisic hefur verið að gera frábæra hluti með PSV Eindhoven á tímabilinu. Hann hefur komið að 15 mörkum í 28 leikjum þrátt fyrir hækkandi aldur.

Perisic á 37 ára afmæli á mánudaginn og er ennþá með eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við PSV.

Inter hefur áhuga á Króatanum en stjórnendur PSV funduðu saman og komust að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki misst Perisic á þessum tímapunkti.

PSV hafnaði því fyrsta tilboði frá Inter þrátt fyrir vilja Perisic að skipta um félag. Hann vill spila í Meistaradeildinni en PSV er úr leik eftir að hafa tapað síðustu þremur leikjum deildarkeppninnar.

Perisic var búinn að gera munnlegt samkomulag við Inter um kaup og kjör en það gæti hafa verið til einskis, ekki nema Inter leggi fram tilboð sem PSV getur ekki hafnað.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner