Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 11:26
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Mourinho mætir Real Madrid aftur - Inter til Noregs
Newcastle fer í langt ferðalag og mætir Qarabag í umspilinu
Mark frá markverðinum Anatoliy Trubin í uppbótartíma kom Benfica áfram.
Mark frá markverðinum Anatoliy Trubin í uppbótartíma kom Benfica áfram.
Mynd: EPA
PSG mætir Mónakó.
PSG mætir Mónakó.
Mynd: EPA
Sextán lið keppa um þau átta sæti sem eru laus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Nú rétt í þessu var dregið um hvaða lið mætast í umspilinu.

Fyrri leikirnir í umspilinu verða 17. og 18. febrúar og seinni leikirnir svo viku síðar. 16-liða úrslitin verða spiluð í mars og keppninni lýkur svo með úrslitaleik í Búdapest 30. maí.

En skoðum hvernig umspilsdrátturinn endaði...

Leikirnir í umspilinu:
Benfica - Real Madrid
Bodö/Glimt - Inter
Mónakó - PSG
Qarabag - Newcastle
Galatasaray - Juventus
Club Brugge - Atletico Madrid
Borussia Dortmund - Atalanta
Olympiakos - Leverkusen

Jose Mourinho og hans menn í Benfica mæta Real Madrid aftur. Liðin mættust í mögnuðum slag í lokaumferð deildarkeppninnar á miðvikudag þar sem Benfica vann 4-2 en mark frá markverðinum Anatoliy Trubin í uppbótartíma kom Benfica áfram á markatölu.

Evrópumeistarar PSG mæta Mónakó í frönskum slag og Newcastle fer til Aserbaísjan og mætir spútnikliðinu Qarabag.

Liðin sem enduðu í topp átta munu komast að því hverjir mótherjar þeirra verða þann 27. febrúar, þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.
Athugasemdir