Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   lau 31. janúar 2026 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham og Burnley reyna við Harwood-Bellis
Mynd: EPA
Mynd: Southampton
West Ham United er í leit að nýjum miðverði og hefur lagt fram tilboð í Taylor Harwood-Bellis hjá Southampton.

Harwood-Bellis er 23 ára gamall og var keyptur til Southampton úr röðum Manchester City fyrir 20 milljónir punda sumarið 2023.

Hann er lykilmaður í liði Southampton og með einn A-landsleik að baki fyrir England eftir að hafa verið ótrúlega mikilvægur upp unglingalandsliðin þar sem hann lék 55 leiki.

Samkvæmt Sky Sports er líklegt að Southampton muni hafna þessu tilboði frá West Ham, þó að ekki sé tekið fram hversu hátt það sé.

Aðrir fjölmiðlar segja að Burnley hafi einnig áhuga á Harwood-Bellis og sé tilbúið að bjóða 20 milljónir punda.

West Ham er þar að auki í viðræðum við Chelsea um að fá Axel Disasi á lánssamningi út tímabilið.

Southampton er um miðja deild í Championship með 37 stig eftir 29 umferðir og þarf liðið á sínum bestu mönnum að halda í tilraun til að blanda sér í baráttu um umspilssæti.

Talið er að félagið sé ekki tilbúið til að selja leikmanninn svo seint í janúar nema fyrir háa upphæð. Harwood-Bellis er með tvö og hálft ár eftir af samningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner