Það var mikil dramatík í Evrópudeildinni í kvöld þar sem Brann komst áfram í umspilið. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins, Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru á meiðslalistanum. Þá gekk Kristall Máni Ingason til liðs við félagið á dögunum.
Brann lenti undir gegn Sturm Graz og á sama tíma var staðan 2-2 í leik Stuttgart og Young Boys. Ef það hefðu verið lokatölurnar hefði það þýtt að Young Boys myndi komast áfram á kostnað Brann.
Brann lenti undir gegn Sturm Graz og á sama tíma var staðan 2-2 í leik Stuttgart og Young Boys. Ef það hefðu verið lokatölurnar hefði það þýtt að Young Boys myndi komast áfram á kostnað Brann.
Chema Andres skoraði hins vegar sigurmark fyrir Stuttgart á 90. mínútu og Brann endaði í 24. sæti deildarkeppninnar sem er síðasta sætið sem fer í umspilið.
„Takk guð og takk Stuttgart," sagði Freyr eftir leikinn.
Sjáðu sigurmark Stuttgart, sem tryggði Brann sæti í umspilinu, hér fyrir neðan.
?????? | Målet som sendte Brann videre i Europa League pic.twitter.com/LW7MUgsJ5m
— BrannXtra (@BrannXtra) January 29, 2026
Athugasemdir



