Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
banner
   lau 31. janúar 2026 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Fimmtán ára innsiglaði sigur KR á KA
Tristan Gauti skoraði sigurmark KR en hann er aðeins fimmtán ára gamall
Tristan Gauti skoraði sigurmark KR en hann er aðeins fimmtán ára gamall
Mynd: KR
KA 0 - 2 KR
0-1 Luke Rae (´71, víti )
0-2 Tristan Gauti Línberg Arnórsson (´90 )

KR-ingar fara frábærlega af stað í Lengjubikarnum en þeir unnu góðan 2-0 sigur á KA með mörkum á lokakaflanum á Greifavellinum í dag.

Luke Rae og hinn fimmtán ára gamli Tristan Arnórsson skoruðu mörk KR-inga.

Rae skoraði úr vítaspyrnu á 71. mínútu er skalli Ástbjörns Þórðarsonar rataði í höndina á Birgi Baldvinssyni af stuttu færi.

KA-menn fengu líka vítaspyrnu en Halldór Snær Georgsson varði frá Hallgrími Mar Steingrímssyni eftir að Gyrðir Hrafn Guðbrandsson braut á Hallgrími.

Undir lok leiks tryggðu KR-ingar sigurinn er Rae kom með sendingu inn á Tristan sem var vinstra megin í teignum og afgreiddi hann boltann snyrtilega í fjærhornið.

2-0 sigur KR staðreynd sem mæta Grindavík næst eftir rúma viku á meðan KA heimsækir ÍR. Liðin leika í C-riðli í A-deild keppninnar.

Athugasemdir
banner