KA 0 - 2 KR
0-1 Luke Rae (´71, víti )
0-2 Tristan Gauti Línberg Arnórsson (´90 )
0-1 Luke Rae (´71, víti )
0-2 Tristan Gauti Línberg Arnórsson (´90 )
KR-ingar fara frábærlega af stað í Lengjubikarnum en þeir unnu góðan 2-0 sigur á KA með mörkum á lokakaflanum á Greifavellinum í dag.
Luke Rae og hinn fimmtán ára gamli Tristan Arnórsson skoruðu mörk KR-inga.
Rae skoraði úr vítaspyrnu á 71. mínútu er skalli Ástbjörns Þórðarsonar rataði í höndina á Birgi Baldvinssyni af stuttu færi.
KA-menn fengu líka vítaspyrnu en Halldór Snær Georgsson varði frá Hallgrími Mar Steingrímssyni eftir að Gyrðir Hrafn Guðbrandsson braut á Hallgrími.
Undir lok leiks tryggðu KR-ingar sigurinn er Rae kom með sendingu inn á Tristan sem var vinstra megin í teignum og afgreiddi hann boltann snyrtilega í fjærhornið.
2-0 sigur KR staðreynd sem mæta Grindavík næst eftir rúma viku á meðan KA heimsækir ÍR. Liðin leika í C-riðli í A-deild keppninnar.
KA 0-2 KR | Takk fyrir góða mætingu í kuldanum, næsti leikur gegn ÍR 7. febrúar. Áfram KA! ???????? #LifiFyrirKA pic.twitter.com/eD8XwUTxkS
— KA (@KAakureyri) January 31, 2026
Athugasemdir



