Arnór Sigurðsson hefur verið mjög óheppinn með meiðsli eftir að hann gekk til liðs við Malmö frá Blackburn fyrir tæpu ári síðan. Hann samdi við Malmö eftir að hafa rift við Blackburn þar sem hann var ekki lengur inn í myndinni.
Hann spilaði 13 leiki og skoraði eitt mark á síðasta tímabili. Hann var í byrjunarliði Malmö í vikunni gegn Genk í Evrópudeildinni en það var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans síðan í september.
Hann spilaði 13 leiki og skoraði eitt mark á síðasta tímabili. Hann var í byrjunarliði Malmö í vikunni gegn Genk í Evrópudeildinni en það var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans síðan í september.
Fótbolti.net ræddi við Inga Þór Sigurðsson, bróður Arnórs á dögunum, sem gekk til liðs við Grindavík frá ÍA. Hann var spurður út í Arnór.
„Hann er mikil fyrirmynd, er búinn að fylgjast með honum frá því ég var krakki. Það er búið að vera mikið mótlæti nánast frá fyrsta tímabilinu hjá Blackburn. Þetta er búið að vera vesen eftir það en það er líka búið að vera frábært hvernig hann er að díla við þetta því þetta er ekkert grín hvað hann er búinn að ganga í gegnum úti. Ég hlakka mikið til að sjá hann á þessu tímabili. Ef hann nær að halda sér heilum hef ég enga trú á öðru en að hann skíni hjá Malmö," sagði Ingi.
„Ég hugsa að það vita allir í þessari deild hversu öflugur hann er. Hann sýndi það hjá Norrköpping, hann var að vinna leiki upp á sínar eigin spýtur og var einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar eftir að hafa spilað hálft tímabil. Fólk veit hvað hann getur og ef hann nær að halda sér í formi þá verður hann toppleikmaður í þessari deild."
Arnór er með mikla reynslu í Evrópukeppnum og þá hefur hann spilað 34 landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað tvö mörk.
„Mjög stoltur. Maður vissi það strax að hann væri að fara gera stóra hluti, kannski ekki svona stóra en hann stefndi alltaf hátt. Að sjá hann spila í Meistaradeildinni og skora þar og spila landsleiki, er gríðarlega stoltur af honum."
Athugasemdir




