Michael Carrick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir meiðsli Patrick Dorgu vera alvarlegri en menn héldu í fyrstu en ótímabært sé að segja hve lengi Daninn verður frá.
Þá hefur Joshua Zirkzee snúið aftur til æfinga eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í nokkrar vikur.
De Ligt er því einn eftir á meiðslalistanum en hann hefur verið fjarverandi frá því í nóvember vegna bakmeiðsla.
Þá hefur Joshua Zirkzee snúið aftur til æfinga eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í nokkrar vikur.
De Ligt er því einn eftir á meiðslalistanum en hann hefur verið fjarverandi frá því í nóvember vegna bakmeiðsla.
„Pat (Dorgu) verður frá í einhvern tíma, við erum enn að meta hversu lengi það verður. Við vorum ekki vissir hvort þetta væri krampi eða eitthvað alvarlegra, eins og staðan er núna lítur þetta út fyrir að vera alvarlegra. Hversu margar vikur, það á eftir að koma í ljós.“
Stöðugleiki lykillinn að árangri
Carrick var spurður um hvernig sé best að snúa slæmu gengi á Old Trafford við: „Ég held að á endanum sé stöðugleiki lykillinn að velgengni og í mínum augum er það eitt það erfiðasta sem hægt er að ná í fótbolta.
Það krefst svo mikils að geta tekist á við hæðir og lægðir þessa leiks á tilfinningalegan hátt. Það er það sem við erum að vinna að. Við höfum átt frábærar vikur, tvö góð úrslit, stórir leikir fram undan og það snýst um að halda huganum á réttum stað.“
United mætir Fulham í leikhúsi draumanna á sunnudag. Verður það þriðji leikur liðsins undir stjórn Carrick.
Athugasemdir




