Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staða Elliott óbreytt - Emery svekktur að missa Guessand
Mynd: EPA
Harvey Elliott fékk sjaldgæft tækifæri hjá Aston Villa í gær þegar hann spilaði allan leikinn í 3-2 endurkomusigri gegn RB Salzburg í lokaumferð deildarkeppni Evrópudeildarinnar.

Elliott er á láni frá Liverpool en Villa þarf að kaupa hann fyrir 35 milljónir punda ef hann spilar ákveðið marga leiki. Unai Emery hefur hins vegar talað um að það muni líklega ekki gerast og hann ítrekaði það í gær.

„Það breytist ekkert, ég sagði það í gær, staðan er óbreytt. Hann spilaði í dag og það var frábært hvernig hann hjálpaði okkur," sagði Emery en félagaskiptaglugginn lokar á mánudaginn.

Emery tjáði sig um Evann Guessand sem er á leið til Crystal Palace á láni en hann mun ganga alfarið til liðs við Palace fyrir 28 milljónir punda næsta sumar ef hann spilar ákveðið marga leiki.

„Svipað og með Malen. Ég var ánægður með hann, ég vildi ekki sjá hann fara en ég sætti mig við að þetta er góður samningur fyrir félagið og hann," sagði Emery.

Þá varð Aston Villa varð fyrir áfalli eftir rúmlega hálftíma leik þegar Ollie Watkins þurfti að fara af velli vegna meiðsla en Emery gat ekki svarað því hvort hann yrði klár í slaginn fyrir leik gegn Brentford á sunnudaginn.
Athugasemdir