Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Forest horfir til Man City í markmannsleitinni
Mynd: EPA
Nottingham Forest þarf að næla sér í nýjan markvörð eftir að John Victor meiddist illa á hné í tapi gegn Aston Villa í byrjun mánaðar.

Victor verður frá keppni út tímabilið og vantar Forest því nýjan mann til að berjast við Matz Sels um markmannsstöðuna.

Forest hefur verið að skoða José Sá hjá Úlfunum en þau félagaskipti gætu reynst erfið þar sem Úlfarnir þurfa að finna nýjan markvörð til að fylla í skarðið.

Því hefur félagið ákveðið að snúa sér að Manchester City sem er með nóg af markvörðum. Forest vill fá hinn 33 ára Stefan Ortega sem verður samningslaus eftir tímabilið, en hann er þriðji markvörður hjá City á eftir James Trafford og Gianluigi Donnarumma.

Ortega er með 56 leiki að baki á þremur og hálfu ári hjá Man City en hefur ekki komið við sögu á yfirstandandi tímabili. Hann spilaði 3 deildarleiki er City varð Englandsmeistari tímabilið 2022-23 og fékk svo 9 leiki þegar liðið varði titilinn ári síðar.

Forest er ekki einungis að ná sér í markvörð á lokadögum janúargluggans því félagið er einnig á höttunum eftir kantmönnum, framherjum og mögulega einum miðjumanni.

Forest er óvænt í fallbaráttu eftir fyrri hluta tímabils og er búið að leggja fram tilboð í Jean-Philippe Mateta og Yasin Ayari í janúarglugganum, auk þess að hafa sýnt Dwight McNeil áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner