Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
banner
   fös 30. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skrifar undir sinn fyrsta samning við Stjörnuna
Mynd: Stjarnan
Bjarki Friðjón Sæmundsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Stjörnuna.

Bjarki er miðjumaður fæddur árið 2010 og er í 3. flokki ferilsins. Hann hefur fengið tækifæri með meistaraflokki í vetur.

Fréttatilkynning Stjörnunnar

Við erum afar stolt af því að tilkynna að Bjarki Friðjón Sæmundsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Stjörnuna!

Bjarki Friðjón er öflugur miðjumaður, fæddur árið 2010. Hann er leikmaður í 3. flokki félagsins en hefur í vetur verið hluti af leikmannahópi meistaraflokks og tekið þátt í leikjum liðsins til þessa.

Framundan eru spennandi tímar og við hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi þróun Bjarka í Stjörnutreyjunni. Framtíðin er björt!
Til hamingju Bjarki og til hamingju Stjarnan!

SKÍNI STJARNAN.
Athugasemdir
banner
banner
banner