Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   lau 31. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emil Nói áfram hjá ÍR
Lengjudeildin
Emil skoraði þrjú mörk í nítján deildarleikjum í fyrra.
Emil skoraði þrjú mörk í nítján deildarleikjum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR er búið að staðfesta samkomulag við Emil Nóa Sigurhjartarson um nýjan tveggja ára samning.

Emil Nói er einn af lykilmönnum ÍR í dag en hann hefur leikið fyrir Breiðhyltinga síðustu þrjú ár eftir að hafa alist upp hjá Stjörnunni.

Emil, sem er fæddur 2004, ruddi sér leið inn í byrjunarliðið hjá ÍR á síðustu leiktíð og stóð sig vel í Lengjudeildinni.

ÍR átti gott tímabil í fyrra og var aðeins hársbreidd frá því að komast í umspilskeppnina um sæti í Bestu deildinni.

„Þetta eru mikil gleðitíðindi sem við fögnum. Á sama tíma og við óskum Emil Nóa til hamingju með samninginn óskum við honum sömuleiðis góðs gengis," segir meðal annars í tilkynningu ÍR.


Athugasemdir
banner
banner
banner