Max Dowman hefur náð samkomulagi við Arsenal um atvinnumannasamning sem mun taka gildi 31. desember, þegar Dowman verður 17 ára.
Dowman er gríðarlega efnilegur kantmaður sem hefur komið við sögu í fimm leikjum með Arsenal á tímabilinu.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tjáði sig um Dowman á fréttamannafundi í dag.
Dowman er gríðarlega efnilegur kantmaður sem hefur komið við sögu í fimm leikjum með Arsenal á tímabilinu.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tjáði sig um Dowman á fréttamannafundi í dag.
„Það sem hann hefur gert fyrir okkur sem 15 ára gamall leikmaður er eitthvað sem ég persónulega hef ekki séð áður nema hjá leikmanni sem spilaði einu sinni hjá Barcelona, en kannski er það ekki einu sinni samanburðarhæft," segir Arteta sem er uppalinn hjá Barcelona en var þó ekki hjá félaginu þegar Lionel Messi var að stíga siín fyrstu skref. Messi varð svo síðar meir besti leikmaður heims og er að margra mati besti leikmaður sögunnar.
„Hann er með ákveðna persónutöfra og persónuleikinn er þannig að hann nær að halda sér á jörðinni, sama hvert sviðið er. Það hjálpar honum að við erum með góðar fyrirmyndir hjá félaginu. Það sem skiptir líka máli er fjölskyldan, þau eiga stóran þátt í þessu með félaginu. Hann hefur staðið sig mjög vel, hann á góða fjölskyldu og samskiptin hafa verið mjög afkastamikil í gegnum árin. Núna treysta þau því sem við ætlum að gera með hann. Núna er það undir honum komið og okkur að hann eigi stórkostlegan feril," sagði Arteta.
Athugasemdir




