Vestri tilkynnti um komu Konstantin Cheshmedjiev til félagsins í gær.
Cheshmedjiev er þrítugur miðvörður en hann fagnaði þrítugs afmælinu sínu í gær. Hann kemur til landsins í dag.
Cheshmedjiev er þrítugur miðvörður en hann fagnaði þrítugs afmælinu sínu í gær. Hann kemur til landsins í dag.
Hann hefur spilað í efstu deildum austur Evrópu undanfarin ár. Hann hefur komið við í Búlgaríu, Norður-Makedóníu, Bosníu og Albaníu. Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Norður-Makedóníu.
Bikarmeistararnir hafa verið duglegir að styrkja sig fyrir baráttuna í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið mun einnig spila í Evrópukeppni eftir bikarsigurinn síðasta sumar.
Athugasemdir




