Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 15:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenskir vinstri bakverðir að færa sig um set erlendis
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson.
Atli Barkarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir íslenskir vinstri bakverðir eru samkvæmt heimildum Fótbolta.net nálægt því að skipta um félag. Það eru þeir Kolbeinn Birgir Finnsson (1999) og Atli Barkarson (2001).

Báðir hafa þeir verið í takmörkuðu hlutverki í vetur.

Kolbeinn er á mála hjá Utrecht í Hollandi og hefur einungis komið við sögu í tíu keppnisleikjum frá því að hollenska félagið keypti hann af Lyngby sumarið 2024 og einugis sex mínútur í tveimur leikjum.

Atli var keyptur til Zulte Waregem í Belgíu sumarið 2024 og hjálpaði hann liðinu að fara upp úr B-deildinni á síðasta tímabili.

Hann glímdi við axlarmeiðsli og þurfti að fara í aðgerð í apríl á síðasta ári og hefur einungis einu sinni verið í hóp á þessu tímabili. Hann hefur þess í stað spilað með varaliði Zulte.

Kolbeinn hefur verið orðaður við Vålerenga í Noregi, en aðrir kostir gætu verið í boði fyrir hann.

Atli er að öllum líkindum á leið til Noregs og eru viðræður við félag þar í landi vel á veg komnar.

Fleiri íslenskir vinstri bakverðir skipt um félög
Fyrr í þessum mánuði söðlaði Davíð Kristján Ólafsson um og samdi við Larissa í Grikklandi eftir að hafa verið hjá Cracovia í Póllandi.

Guðmundur Þórarinsson gekk þá raðir ÍA eftir að hafa spilað í Armeníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner