Tveir íslenskir vinstri bakverðir eru samkvæmt heimildum Fótbolta.net nálægt því að skipta um félag. Það eru þeir Kolbeinn Birgir Finnsson (1999) og Atli Barkarson (2001).
Báðir hafa þeir verið í takmörkuðu hlutverki í vetur.
Kolbeinn er á mála hjá Utrecht í Hollandi og hefur einungis komið við sögu í tíu keppnisleikjum frá því að hollenska félagið keypti hann af Lyngby sumarið 2024 og einugis sex mínútur í tveimur leikjum.
Báðir hafa þeir verið í takmörkuðu hlutverki í vetur.
Kolbeinn er á mála hjá Utrecht í Hollandi og hefur einungis komið við sögu í tíu keppnisleikjum frá því að hollenska félagið keypti hann af Lyngby sumarið 2024 og einugis sex mínútur í tveimur leikjum.
Atli var keyptur til Zulte Waregem í Belgíu sumarið 2024 og hjálpaði hann liðinu að fara upp úr B-deildinni á síðasta tímabili.
Hann glímdi við axlarmeiðsli og þurfti að fara í aðgerð í apríl á síðasta ári og hefur einungis einu sinni verið í hóp á þessu tímabili. Hann hefur þess í stað spilað með varaliði Zulte.
Kolbeinn hefur verið orðaður við Vålerenga í Noregi, en aðrir kostir gætu verið í boði fyrir hann.
Atli er að öllum líkindum á leið til Noregs og eru viðræður við félag þar í landi vel á veg komnar.
Fleiri íslenskir vinstri bakverðir skipt um félög
Fyrr í þessum mánuði söðlaði Davíð Kristján Ólafsson um og samdi við Larissa í Grikklandi eftir að hafa verið hjá Cracovia í Póllandi.
Guðmundur Þórarinsson gekk þá raðir ÍA eftir að hafa spilað í Armeníu.
Athugasemdir




