Miðjumaðurinn öflugi Lucas Paquetá er kominn aftur til uppeldisfélagsins Flamengo í Brasilíu.
Flamengo borgar 36,5 milljónir punda til að kaupa brasilíska landsliðsmanninn sem gerir fimm ára samning við stórveldið.
Paquetá hefur verið einn af allra bestu leikmönnum West Ham undanfarin ár og er Manchester City meðal félagsliða sem reyndi að kaupa hann, en án árangurs.
Meint veðmálasvindl hafa sett svartan blett á feril Paquetá, þar sem hann hefur nokkrum sinnum fengið skrýtin spjöld í leikjum með West Ham á. Hann lá undir rannsókn en var ekki dæmdur.
Paquetá er 28 ára gamall og hefur spilað 61 landsleik fyrir Brasilíu.
30.01.2026 10:22
Nuno svekktur: Það er ekki hægt að fá mann í staðinn fyrir hann
TOMA, PAQUETÁ! ????#PaqueFla #BemVindo pic.twitter.com/EnygmmqWEL
— Flamengo (@Flamengo) January 30, 2026
Athugasemdir






