Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ajax kaupir Zinchenko
Mynd: Brann
Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko er á leið til Ajax frá Arsenal en Fabrizio Romano greinir frá því að hann muni skrifa undir samning við hollenska félagið í dag.

Greint hefur verið frá því að hann væri á leið til Ajax á láni en nú er orðið ljóst að félagið kaupir hann fyrir rúmlega eina milljón evra. Arsenal fær einnig aukagreiðslu ef Ajax kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Zinchenko var á láni hjá Nottingham Forest fyrri hluta tímabilsins en átti erfitt uppdráttar og Forest ákvað að rifta samningnum.

Hann er 29 ára bakvörður en hann getur einnig spilað á miðjunni. Hann gekk til liðs við Arsenal frá Man City árið 2022. Zinchenko hefur spilað 75 landsleiki fyrir hönd Úkraínu og skorað 12 mörk.
Athugasemdir
banner
banner