Dregið í umspil Evrópudeildarinnar klukkan 12
Þrátt fyrir tap gegn Sturm Graz í gær náði Íslendingaliðið Brann með naumindum að komst inn í umspil Evrópudeildarinnar. Sigurmark Stuttgart í lokin gegn Young Boys gerði það að verkum að norska liðið náði að komast áfram.
Í dag klukkan 12 verður dregið í umspilið og er hægt að horfa á dráttinn í beinni útsendingu hér
Freyr Alexandersson stýrir Brann og þrír Íslendingar eru hjá liðinu. Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru á meiðslalistanum og þá er Kristall Máni Ingason nýkominn til félagsins og fær leikheimild fyrir umspilið.
Brann mun annaðhvort mæta Genk frá Belgíu eða ítalska liðinu Bologna í umspilinu en þessi lið enduðu í 9. og 10. sæti. Leikið verður heima og að heiman, fyrri leikirnir verða 19. febrúar og þeir seinni viku síðar.
Í dag klukkan 12 verður dregið í umspilið og er hægt að horfa á dráttinn í beinni útsendingu hér
Freyr Alexandersson stýrir Brann og þrír Íslendingar eru hjá liðinu. Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru á meiðslalistanum og þá er Kristall Máni Ingason nýkominn til félagsins og fær leikheimild fyrir umspilið.
Brann mun annaðhvort mæta Genk frá Belgíu eða ítalska liðinu Bologna í umspilinu en þessi lið enduðu í 9. og 10. sæti. Leikið verður heima og að heiman, fyrri leikirnir verða 19. febrúar og þeir seinni viku síðar.
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille eru einnig í umspilinu og munu mæta Rauðu Stjörnunni frá Serbíu eða Celta Vigo frá Spáni.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos verða líka í pottinum og geta mætt Nottingham Forest eða Viktoria Plzen.
Liðin sem eru í umspilinu:
9. Genk
10. Bologna
11. Stuttgart
12. Ferencvaros
13. Nottingham Forest
14. Viktoria Plzen
15. Rauða Stjarnan
16. Celta Vigo
17. PAOK
18. Lille
19. Fenerbahce
20. Panathinaikos
21. Celtic
22. Ludogorets
23. Dinamo Zagreb
24. Brann
Athugasemdir





