Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
banner
   lau 31. janúar 2026 15:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjar Ingi fór meiddur af velli í sterkum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óheppnin eltir Brynjar Inga Bjarnason en hann fór meiddur af velli í frábærum 2-1 sigri Greuther Furth gegn Holstein Kiel í næst efstu deild í Þýskalandi í dag.

Brynjar var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð en hann er nýkominn til baka eftir meiðsli. Hann meiddist undir lokin í dag og þurfti að fara af velli.

Greuther Furth komst yfir eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik en Holstein Kiel jafnaði metin tíu mínútum síðar. Sigurmark Greuther Furth kom síðan úr vítaspyrnu þegar tæplega stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Liðið er á botninum með 19 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti.

Lúkas Petersson var í markinu þegar varalið Hoffenheim tapaði 3-1 gegn Cottbus í C-deildinni í Þýskalandi. Hoffenheim er með 31 stig í 11. sæti en Cottbus er á toppnum með 43 stig.

Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Cavese í 1-1 jafntefli gegn Casarano í C-riðli í C deild á Ítalíu. Hann kom inn á 72. mínútu og liðið jafnaði metin 12 mínútum síðar. Liðið er í 16. sæti með 23 stig eftir 24 umferðir.

Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina í A-riðli þegar liðið tapaði 4-1 gegn Arzignano. Triestina er á botninum með eitt stig eftir 24 umferðir. Venezia vann Carrarese 2-1 í B-deildinni. Bjarki Steinn Bjarkason er fjarverandi vegna meiðsla.

Liðið komst á toppinn með sigrinum en liðið er með 47 stig, stigi á undan Frosinone sem gerði jafntefli gegn Entella í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner