Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
   lau 31. janúar 2026 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Meïté til Al-Hilal þrátt fyrir áhuga úr úrvalsdeildinni
Mynd: Rennes
Franski táningurinn Mohamed Kader Meïté er á leið til sádi-arabíska stórveldisins Al-Hilal þrátt fyrir mikinn áhuga úr Evrópu og þá sérstaklega ensku úrvalsdeildinni.

Meïté er aðeins 18 ára gamall en hefur 16 leiki fyrir yngri landslið Frakklands, þar af tvo fyrir U21 liðið.

Hann er framherji og er kominn með 3 mörk og 2 stoðsendingar fyrir Rennes í efstu deild franska boltans á tímabilinu eftir að hafa skorað 2 mörk í 12 leikjum á síðustu leiktíð.

Manchester United er meðal félaga sem settu sig í samband við Rennes til að reyna að kaupa Meite, en hann var búinn að semja við Al-Hilal. Þar mun hann leika undir stjórn Simone Inzaghi og berjast við Darwin Núnez um sæti í fremstu víglínu.

Núnez hefur komið að 12 mörkum í 21 leik með Al-Hilal.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner
banner