Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 13. janúar 2021 22:30
Aksentije Milisic
Þýski bikarinn: Bayern féll úr leik gegn B-deildarliðinu Holstein Kiel
Leikmenn Holstein Kiel fagna í kvöld.
Leikmenn Holstein Kiel fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Holstein Kiel 2 - 2 Bayern (6-5 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Serge Gnabry ('14 )
1-1 Fin Bartels ('37 )
1-2 Leroy Sane ('47 )
2-2 Hauke Wahl ('90 )

Bayern Munchen mætti Holstein Kiel í 32-liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld en þetta var lokaleikurinn í þessari umferð.

Holstein Keil er í toppbaráttunni í B-deild og liðið gaf Evrópumeisturunum ekki tommu eftir í kvöld.

Serge Gnabry kom Bayern yfir á 14. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin fyrir hlé. Það var Fin Bartels sem var þar að verki og staðan því jöfn þegar flautað var til leikhlés.

Bayern sótti meira eins og búast mátti við og Leroy Sane skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks. Aukaspyrnan var hægra megin við teigin og Sane skaut knettinum glæsilega upp í samskeytin nær.

Þegar allt stefndi í sigur Bayern þá tókst heimamönnum að jafna með síðasta skoti leiksins. Markið gerði Hauke Wahl á 95 mínútu eftir sendingu frá Johannes van den Berg. Bætt var við þremur mínútum upphaflega en Joshua Kimmich lá eftir meiddur í uppbótartímanum og því bættust við tvær mínútur.

Leikurinn fór því alla leið í vítaspyrnukeppni og þar höfðu heimamenn betur. Bæði liðin skoruðu úr fyrstu fimm spyrnum sínum. Marc Roca klúðraði sjöttu spyrnunni hjá Bayern og reyndist því skúrkurinn.

Ótrúlega óvænt úrslit staðreynd og frábær árangur hjá Holstein Kiel. Liðið mætir Darmstadt í 16 liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner