Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 13. janúar 2022 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Skoraði með bringunni í sigri á Grænhöfðaeyjum
Búrkína Fasó náði í fyrsta sigurinn í keppninni
Búrkína Fasó náði í fyrsta sigurinn í keppninni
Mynd: Getty Images
Grænhöfðaeyjar 0 - 1 Búrkína Fasó
0-1 Hassane Bande ('39 )

Búrkína Fasó vann fyrsta sigur sinn í Afríkukeppninni í A-riðlinum í kvöld er liðið lagði Grænhöfðaeyjar að velli, 1-0.

Eina mark leiksins gerði Hassane Bande, leikmaður Ajax í Hollandi, en hann skoraði með bringunni eftir fyrirgjöf frá Issa Kabore, leikmanni Manchester City. Kabore er á láni frá City hjá Troyes í Frakklandi. Bande er á láni hjá NK Istra í Króatíu.

Gustavo Sangare var líflegur í liði Grænhöfðeyja og átti nokkur fín skot í leiknum en Herve Koffi var vel á verði í markinu.

Búrkína Fasó er með þrjú stig eins og Grænhöfðeyjar. Búrkína Fasó mætir Eþíópíu í lokaumferðinni á meðan Grænhöfðaeyjar mæta Kamerún.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner