Úlfarnir eru að kaupa miðjumanninn Mario Lemina frá Nice í Frakklandi á um 10 milljónir punda.
Þessi fyrrum leikmaður Southampton og Fulham er 29 ára landsliðsmaður Gabon. Hann hefur einnig spilað fyrir Galatasaray.
Þessi fyrrum leikmaður Southampton og Fulham er 29 ára landsliðsmaður Gabon. Hann hefur einnig spilað fyrir Galatasaray.
Lemina fór til Nice 2021 og hefur spilað 22 leiki fyrir félagið, skorað eitt mark.
Julen Lopetegui, nýr stjóri Wolves, er að styrkja sinn leikmannahóp. Félagið hefur þegar fengið Matheus Cunha frá Atletico Madrid og vill fá Craig Dawson frá West Ham, Aaron Wan-Bissaka frá Manchester United og Pablo Sarabia frá Paris St-Germain.
Úlfarnir eru í 19. sæti í úrvalsdeildinni og eiga leik gegn West Ham, sem er í fjórða neðsta sæti, á morgun.
Athugasemdir