Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 13. febrúar 2020 12:16
Magnús Már Einarsson
Hakim Ziyech til Chelsea í sumar (Staðfest)
Ajax hefur staðfest að Chelsea hafi náð samkomulagi um að kaupa Hakim Ziyech í sumar.

Ziyech er sagður kosta Chelsea 45 milljónir evra eða 37,8 milljónir punda.

Félögin hafa verið í viðræðum undanfarna daga og samkomulag er núna í höfn.

Hinn 26 ára gamli Ziyech er skapandi miðjumaður en hann hefur verið lykilmaður í sóknarleik Ajax undanfarin ár.

Ziyech lék með yngri landsliðum Hollands en hann á ættir að rekja til Marokkó og hefur frá árinu 2015 leikið með landsliði Marokkó.


Athugasemdir