Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. mars 2020 09:32
Magnús Már Einarsson
Allir hjá Everton í sóttkví - Landsleikurinn í hættu hjá Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson og aðrir leikmenn Everton eru allir komnir í sóttkví eftir að einn leikmaður liðsins greindist með einkenni fyrir kórónuveirunni.

Ekki hefur verið staðfest að leikmaðurinn sé með veiruna en í yfirlýsingu frá Everton segir að allir leikmenn og þjálfarar liðsins hafi verið sendir í sóttkví og æfingasvæði félagsins hafi verið lokað.

Everton segist einnig vera í góðu sambandi við leikmanninn sem um ræðir og vel sé fylgst með öðrum leikmönnum.

Ísland á að mæta Rúmeníu í umspili þann 26. mars og ljóst er að Gylfi verður ekki með í þeim leik ef hann verður í sóttkví í tvær vikur.

UEFA mun funda um umspilið á þriðjudaginn en möguleiki er á að leikjunum verði frestað sem og lokakeppni EM.
Athugasemdir
banner