Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. mars 2020 11:55
Magnús Már Einarsson
Fundur framundan hjá KSÍ vegna stöðunnar
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fundur er framundan hjá KSÍ í dag eftir að samkomubanni var lýst yfir á Íslandi næstu fjórar vikurnar.

Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, verður fundað um fyrirhugaða viðburði á vegum sambandsins.

Lengjubikarinn er í gangi þessa dagana, Mjólkurbikarinn á að hefjast 8. apríl og keppni í Pepsi Max-deildinni 22. apríl. KSÍ mun í dag funda um alla viðburði sem eru framundan.

Margir leikir eru á dagskrá í Lengjubikarnum um helgina en leik Vals og Víkings Ólafsvíkur sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað þar sem Víkingar ætla ekki að mæta til leiks vegna Kórónuveirunnar.

Frétta ætti að vera að vænta frá KSÍ síðar í dag með framhaldið.

Sjá einnig:
Ísland - Rúmenía bak við luktar dyr ef leikurinn fer fram
Athugasemdir
banner
banner