fös 13. mars 2020 15:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn í sóttkví frá X977 - Verður í hlaðvarpsformi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tilkynning frá útvarpsþættinum Fótbolti.net

Vegna smithættu er reynt að takmarka umferð að hljóðveri útvarpsstöðvarinnar X977 og allir sérþættir stöðvarinnar hafa verið teknir af dagskrá þar til annað kemur í ljós.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net sem venjulega er á X977 á laugardögum verður með öðru sniði næstu vikur. Hann mun halda áfram en verður tímabundið aðeins gefinn út í hlaðvarpsformi.

Nýr þáttur kemur inn á hlaðvarpsveitur og hingað á Fótbolti.net eftir hádegi á morgun. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson halda áfram að fara yfir það helsta í boltanum.

Gestur þáttarins á morgun er Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka og fótboltaáhugamaður.

Björn mun meðal annars ræða um hvaða áhrif ástandið í heiminum hefur á tekjuöflun fótboltafélaga, hér heima og erlendis.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá vikulega. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á Twitter undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Athugasemdir
banner
banner