Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   lau 13. apríl 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man Utd þarf sigur
Það eru sex leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefst veislan á glænýjum og fullkomnum heimavelli Tottenham.

Tottenham, sem lagði Manchester City 1-0 í síðasta leik á nýjum heimavelli, tekur þar á móti botnliði Huddersfield. Þetta verður þriðji leikur liðsins á nýjum heimavelli, en sá fyrsti var 2-0 sigur gegn Crystal Palace.

Svo er Íslendingaslagur á dagskrá þegar Burnley tekur á móti Cardiff. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru búnir að vinna tvo í röð og eru komnir 8 stigum frá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum sem eru í fallsæti og þurfa sigur.

Gylfi Þór Sigurðsson verður þá væntanlega í eldlínunni er Everton heimsækir Fulham, sem er þegar fallið úr deildinni rétt eins og Huddersfield. Everton er í góðu stuði þessa dagana og er búið að vinna þrjá leiki í röð.

Southampton tekur á móti Wolves og Brighton mætir Bournemouth áður en síðasti leikur dagsins verður flautaður á á Old Trafford.

Manchester United tekur þar á móti West Ham og þarf sigur í Meistaradeildarbaráttunni. Það verður ansi þung þraut að sigrast á Hömrunum þar sem Ole Gunnar Solskjær þarf að passa liðsvalið afar vel, enda mikilvægur leikur gegn Barcelona á dagskrá næsta þriðjudag.

Leikir dagsins:
11:30 Tottenham - Huddersfield (Stöð 2 Sport)
14:00 Brighton - Bournemouth
14:00 Burnley - Cardiff City
14:00 Fulham - Everton (Stöð 2 Sport)
14:00 Southampton - Wolves
16:30 Man Utd - West Ham (Stöð 2 Sport )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner