Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 13. apríl 2024 16:57
Aksentije Milisic
Besta deildin: Kjartan Kári tryggði FH þrjú stig fyrir norðan
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir minnkaði muninn.
Ásgeir minnkaði muninn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA 2-3 FH
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic, víti  ('19)
0-2 Sigurður Bjartur Hallsson ('26)
1-2 Ásgeir Sigurgeirsson ('35)
2-2 Bjarni Aðalsteinsson ('51)
2-3 Kjartan Kári Halldórsson ('58)
Lestu um leikinn hér.


Það var mikið fjör fyrir norðan í dag þegar KA og FH áttust við í síðari leik dagsins í Bestu deild karla í blíðunni fyrir norðan. KA gerði jafntefli gegn HK í fyrstu umferð á meðan FH tapaði gegn Breiðabliki í Kópavogi.

Gestirnir frá Hafnarfirði byrjuðu betur í dag og var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem kom FH í forystu með marki úr vítaspyrnu. Rodri hafði þá brotið klaufalega á Birni Daníel en Björn kom inn í byrjunarliðið hjá FH í dag.

FH hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt en Sigurður Bjartur Hallsson náði þá að skora mark af stuttu færi eftir að Kristijan Jajalo varði skot frá Kjartani Kára Halldórssyni út í teiginn.

Fjörið hélt áfram og náði Ásgeir Sigurgeirsson að minnka muninn fyrir KA eftir stoðsendingu frá Elfari Árna Aðalsteinssyni og staðan því 1-2 í hálfleik. Fjörið hélt síðan áfram í síðari hálfleiknum en Bjarni Aðalsteinsson jafnaði metin á 51. mínútu.

„Skelfileg mistök hjá Sindra! Fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem hann á að grípa en missir boltann og hann berst til Bjarna sem klárar af stakri snilld," skrifaði Jóhann Þór í beinni textalýsingu.

Það var síðan Kjartan Kári Halldórsson sem gerði sigurmark gestanna eftir tæpan klukkustundarleik en skotið var laust og rúllaði í hornið framhjá Jajalo.

Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður í liði KA en hann klúðraði algjöru dauðafæri seint í leiknum en honum mistókst þá að hitta á markrammann eftir sendingu frá Hrannari Birni.

Frábær sigur hjá FH staðreynd á Akureyri og er liðið því með þrjú stig eftir tvo leiki. KA er hins vegar búið með tvo heimaleiki og uppskeran einungis eitt stig.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    Fram 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
5.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
8.    Valur 4 1 2 1 3 - 2 +1 5
9.    Stjarnan 3 1 0 2 2 - 5 -3 3
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 3 0 1 2 4 - 9 -5 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner