mán 13. maí 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-kvenna: Fylkir vann KR - Auðvelt fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Þremur leikjum var að ljúka í þriðju umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Breiðablik er áfram með fullt hús stiga eftir sigur á nýliðum Keflavíkur.

Agla María Albertsdóttir gerði eina mark fyrri hálfleiksins og tvöfaldaði Hildur Antonsdóttir forystuna í þeim síðari. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði svo síðasta markið á 72. mínútu.

Blikastúlkur hefðu getað skorað nokkur í viðbót en þær klúðruðu mikið af dauðafærum. Agla María átti mjög góðan leik en misnotaði vítaspyrnu á lokakaflanum. Verðskuldaður 0-3 sigur fyrir Breiðablik.

Nýliðar Fylkis unnu þá sinn annan sigur á tímabilinu er KR kíkti í heimsókn. Fylkir átti góðan fyrri hálfleik og leiddi verðskuldað 2-0 en KR-stúlkur komu bandbrjálaðar út í seinni hálfleikinn.

Þær lágu á marki Fylkiskvenna og minnkaði Guðmunda Brynja Óladóttir muninn á 78. mínútu. Boltinn vildi þó ekki rata aftur í netið og góður sigur Fylkis staðreynd, með sex stig eftir þrjár umferðir.

Grace Rappe gerði að lokum eina mark leiksins er Selfoss hafði betur í afar jöfnum leik gegn HK/Víkingi. Þar nældu Selfyssingar í sín fyrstu stig á tímabilinu.

Keflavík 0 - 3 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('38)
0-2 Hildur Antonsdóttir ('54)
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('72)

Fylkir 2 - 1 KR
1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('16)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('42)
2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('78)

HK/Víkingur 0 - 1 Selfoss
0-1 Grace Rappe ('81)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner