Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. maí 2020 21:30
Aksentije Milisic
„Liverpool á ekki að fá titilinn ef engin lið falla eða koma upp"
Mynd: Getty Images
John Barnes, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að sitt gamla félag eigi ekki að fá dæmdan englandsmeistaratitilinn nema ef félög falli þá úr deildinni og önnur koma upp í staðinn.

Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi deildarinnar og eru áform í gangi um að hefja leik á ný og klára deildina. Stefnan er sett á að byrja aftur í næsta mánuði.

Í Hollandi var ákveðið að aflýsa tímabilinu þar sem ekkert lið vann deildina og engin lið féllu. Hins vegar fengu þau lið, sem voru í evrópusæti þegar deildin var stöðvuð, þáttökurétt í evrópukeppni á næsta tímabili.

„Liverpool á ekki að fá titilinn nema þá að lið falli úr deildinni og önnur komi í þeirra stað. Auðvitað er mikill peningur undir, mjög mikill peningur. En þá þarf að spila leikina," sagði Barnes.

„Spurningin er, hvenær getur deildin farið af stað? Það liggur ekkert á, það skiptir engu máli hvað það tekur langan tíma að koma deildinni aftur af stað."

„Annaðhvort segjum við að við munum aldrei spila aftur, eða við munum spila aftur. Eftir eitt ár eða tvö jafnvel, það skiptir ekki máli. Sama hvað við ákveðum, af hverju getum við þá ekki klárað þessar níu umferðir sem eftir eru af þessu tímabili og síðan byrjað á því næsta?"
Athugasemdir
banner
banner