Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 13. maí 2020 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Möguleiki á þúsund áhorfendum á fyrstu leiki Íslandsmótsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur lagt til að 200 manns megi koma saman eftir 25. maí. Opnunarleikur Pepsi Max-deildar kvenna verður á Meistaravöllum, heimavelli KR, þegar Valur kemur í heimsókn.

KR-ingar stefna að því að vera með fimm hólf og í hvert hólf komast 200 manns. Leikur KR og Vals fer fram föstudaginn 12. júní.

„„Þá myndu vera þrjú hólf í stúkunni og tvö á pallettum til hliðar. Þannig að við erum að horfa á, ef það eru 200 í hverju hólfi, að 600 myndu fá sæti af 1000 og 400 væru í hálfgerðum stæðum." segir Sveinbjörn Þorsteinsson, viðburðarstjóri hjá KR, við RÚV í kvöld.

„Þá verður lágmarksþjónusta, salerni og sjoppa en þú ert í rauninni ekki að vafra mikið eða spjalla mikið við félagana, að fara á milli hólfa til dæmis. Það verður ekki í boði þannig að þú ert í raun bara að fara mikið inn og út á leikinn. Með því getur þó fólkið allavega komið á völlinn og ég held það séu allir að bíða eftir því."

Sveinbjörn var spurður hvernig verði séð til þess að fjarlægðarmörk verði virt á vellinum.

„Fólk verður svolítið að finna það hjá sjálfu sér. Auðvitað eru hólfin rúmgóð og eiga að geta virt þessa tveggja metra reglu en það er svolítið undir fólki sjálfu komið þegar það er mætt á völlinn að vera ekki ofan í næsta manni."

Framkvæmdastjóri Vals tók í svipaðan streng og segir hægt að skipta áhorfendaðstöðu Vals upp í fimm 200 manna hólf. Valur - KR er opnunarleikur Pepsi Max-deildar karla og fer hann fram laugardagskvöldið 13. júní.
Athugasemdir
banner
banner