Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. maí 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Shelvey: Hefði líklega átt að vera áfram hjá Liverpool
Brendan Rodgers og Jonjo Shelvey.
Brendan Rodgers og Jonjo Shelvey.
Mynd: Getty Images
Jonjo Shelvey, miðjumaður Newcastle, segist sjá eftir því að hafa farið frá Liverpool til Swansea árið 2013. Shelvey var ekki sáttur við spiltíma sinn hjá Liverpool og ákvað að leita annað þrátt fyrir að Brendan Rodgers hafi viljað halda honum hjá félaginu.

„Ég var bara 21 árs þegar ég fór. Ég held að þú finnir ekki marga aðra leikmenn sem fara þangað 17 ára og fara 21 árs en ég held að þetta sýni hvernig karakter ég er. Ég var ekki sáttur við að spila einn eða tvo leiki og detta svo úr liðinu. Ég vildi spila í hverri viku," sagði Shelvey.

„Eftir á að hyggja, hefði ég átt að vera áfram? Líklega, já. Jafnvel þó að það hefði bara verið í eitt eða tvö ár til að sjá hvernig hlutirnr myndu breytast."

„Ég hef alltaf tekið ákvarðanir á ferlinum því ég vil spila eins mikið og hægt er. Ég get ekki sagt að ég sjái eftir mörgum hlutum."
Athugasemdir
banner
banner
banner