Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. maí 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skemmtilegustu vellir Magga Bö: Einstakur völlur í heiminum
Maggi og Atli Sigurjónsson.
Maggi og Atli Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaplakrikavöllur.
Kaplakrikavöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Grýluvelli í Hveragerði.
Frá Grýluvelli í Hveragerði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er einstakur völlur í heiminum'
'Þetta er einstakur völlur í heiminum'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri KR og þekktasti vallarstjóri landsins, mætti í Niðurtalninguna á Fótbolta.net í gær.

Niðurtalningin er hnitmiðaður hlaðvarpsþáttur sem er á dagskrá í hverri viku fram að Íslandsmóti. Í þáttunum er hitað upp fyrir fótboltasumarið með góðum gestum og nýjustu fréttirnar úr boltanum skoðaðar.

Þáttinn má hlusta á í öllum hlaðvarpsforritum og er hann einnig aðgengilegur hér neðst í fréttinni.

Í þættinum valdi Maggi nokkra velli sem honum finnst skemmtilegast að heimsækja á Íslandi. Þetta eru vellirnir sem hann valdi:

Kaplakrikavöllur
„Sem áhorfandi er einn völlur sem stendur upp úr gæðalega séð og sem alvöru fótboltavöllur. Það er Kaplakriki."

Grýluvöllur
Svo er ég með nokkra aðra sem mér finnst mjög skemmtilegt að heimsækja og þykir vænt. Fyrst ber að nefna Grýluvöll í Hveragerði. Það er eitthvað svo ógeðslega heillandi við þennan völl. Ég spilaði þarna margoft og það getur eitthvað spilað inn í. Ég fór þarna um daginn og hann er í toppstandi. Þetta er flottur völlur, það er gaman að koma þarna og skemmtileg stemning."

Skeiðisvöllur í Bolungarvík
„Hann er svona í líkingu við Grýluvöllinn, mér fannst alltaf gaman að koma á völlinn í Bolungarvík. Mér fannst alltaf gaman að koma þar. Það var á þeim tíma þar sem KSÍ reddaði ekki aðstoðardómum og þá kom Siggi bóndi á næsta bæ og var á línunni. Það var alltaf ógeðslega gaman að koma þangað og ég sakna þess."

Hvammstangi
„Það er ágætis völlur á Hvammstanga, hann var helvíti skemmtilegur. Ég spilaði reyndar ekki á honum, ég dæmdi á honum fyrir KSÍ. Það var helvíti gaman."

Ólafsvíkurvöllur
„Það var gríðarlegur sjarmi yfir vellinum í Ólafsvík áður en þeir hentu gervigrasi á hann. Ég hef ekki komið nálægt honum síðan. Það er svo heillandi að hafa kirkjuna við hornfánann og mikill sjarmi yfir því."

Hásteinsvöllur
„Þetta er einstakur völlur í heiminum; landslagið í kring er einstakt. Það hefur ekki verið nægilega gott viðhald á honum, en það er alltaf gaman að koma þarna. Það á að vera skylda að vera með leik þarna um Verslunarmannahelgi."

Athygli vekur að þarna eru fimm vellir á landsbyggðinni sem er skemmtilegt. „Mér þykir rosalega vænt um landsbyggðina," segir Maggi.

Sjá einnig:
Maggi Bö: Vellirnir ættu að vera í mjög góðu standi í sumar

Niðurtalningin - Maggi Bö og skemmtilegustu vellirnir
Athugasemdir
banner
banner
banner