Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. maí 2021 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi byrjaði í bragðdaufu markalausu jafntefli
Gylfi reynir að stöðva Matty Cash.
Gylfi reynir að stöðva Matty Cash.
Mynd: EPA
Aston Villa 0 - 0 Everton

Það var ekki blásið til veislu þegar Aston Villa og Everton áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og hann spilaði 67 mínútur í dag. Snemma í seinni hálfleiknum átti hann frábæra fyrirgjöf á Ben Godfrey sem skallaði að marki, en Emiliano Martinez varði vel.

Aston Villa var meira með boltann en Everton var líklegri aðilinn til að skora. Þetta endaði sem áður með frekar bragðdaufu markalausu jafntefli.

Everton fer upp fyrir Arsenal í áttunda sæti deildarinnar með 56 stig. Everton er enn í fínum möguleika á að komast í Evrópudeildina eða nýju Sambandsdeildina. Liðin sem enda í fimmta og sjötta sæti fara væntanlega í Evrópudeildina og liðið í sjöunda sæti í Sambandsdeildina. Aston Villa er áfram í 11. sæti. Það er gríðarlega jákvætt fyrir Villa og enska landsliðið að Jack Grealish sneri aftur á völlinn í dag, hann kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.

Núna klukkan 19:15 hefst leikur Manchester United og Liverpool. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner