fim 13. maí 2021 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Öll liðin komin með stig
KR náði í sinn fyrsta sigur í sumar.
KR náði í sinn fyrsta sigur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 4 KR
0-1 Svana Rún Hermannsdóttir ('10 )
0-2 Kathleen Rebecca Pingel ('43 )
0-3 Kathleen Rebecca Pingel ('59 )
0-4 Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('69 )
1-4 Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Öll liðin í Lengjudeild kvenna eru komin með stig í deildinni eftir sigur KR á HK í Kórnum í dag.

KR tók forystuna í leiknum á tíundu mínútu þegar Svana Rún Hermannsdóttir skoraði. Stuttu fyrir leikhlé kom Kathleen Rebecca Pingel KR í 0-2.

„KR búnar að vera betri heilt yfir í þessum leik en HK hafa átt hættulegar sóknir inn á milli sem þær þurfa að nýta sér betur," skrifaði María Eir Magnúsdóttir í beinni textalýsingu þegar flautað var til hálfleiks.

HK vildi fá víti snemma í seinni hálfleiknum, stuttu áður en Kathleen Rebecca gerði annað mark sitt og þriðja mark KR. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði svo fallegt mark á 69. mínútu og gerði algjörlega út um leikinn. „Margrét eins og fagmaður sólar tvær HK stelpur í teignum og rennir honum framhjá Björk í markinu," skrifaði María Eir.

Ísold Kristín Rúnarsdóttir minnkaði muninn fyrir HK á 84. mínútu en það var of lítið, of seint. Lokatölur 1-4 fyrir KR sem er með þrjú stig í öðru sæti. HK er á botninum með eitt stig.

Klukkan 19:15 hefst leikur Grindavíkur og Hauka í þessari deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner